HÆ OG TAKK FYRIR AÐ SÝNA ILMURINN ÁHUGA.

Ilmurinn leggur áherslu á öruggar og fallegar ilmvörur og persónulega þjónustu!

Ilmurinn framleiðir og flytur inn alls konar ilmvörur sem eru sérstaklega valdar með það í huga að notuð séu sem mest náttúruleg hráefni, minna plast og ekki prufað á dýrum.

Ásthildur Þorsteinsdóttir er eigandi og stofnandi af Ilmurinn. Hún hefur ástríðu fyrir ilmvörum og sérstaklega öruggum ilmvörum, þar sem eftir að hún eignaðist börnin sín tvö þá fór hún að huga að innihaldi í ilmvörunum sem hún var að nota, og kom í ljós að þær eru ekki allar náttúruvænar eða öruggar, reyndar mjög fáar.
Hún flutti út til spánar með fjölskylduna í eitt og hálft ár og kynntist þar vörum sem hún kolféll fyrir. Kertavaxhitarar sem hita ilmandi vaxkubba á lágu hitastigi svo börnin voru ekki að brenna sig með því að koma við þetta. Þarna kviknaði hugmyndin að fyrirtækinu...
Ásthildur er að framleiða ilmvax, ilmstrá og annað sem hún gerir sjálf úr hágæða hráefnum og kaupir eingöngu inn efni sem eru ekki prufuð af dýrum og standast allar kröfur.
Hún fór á námskeið sem heitir "Brautargengi" hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands vetur 2018 og fékk þar mikla og góða innsýn og handleiðslu um hvernig eigi að stofna fyrirtæki.
Mars 2021 var stofnað einkahlutafélag í kringum reksturinn sem ber nafnið Ilmurinn Ehf. 

Það er MIKIÐ spennandi framundan svo endilega fylgstu vel með !
Kærleikskveðja ILMURINN