HVERNIG SKAL ÞRÍFA UPP VAX SEM HEFUR HELLST NIÐUR

Hæhæ! 
Það eru nokkrar góðar leiðir til að þrífa upp vax sem hefur hellst niður. Þú getur t.d. notað;

  • Hárblásara og pappír. Þú stillir hárblásarann á miðlungs stillingu á heitt og heldur honum yfir vaxinu, þurrkar með pappírnum jafn óðum og vaxið bráðnar.
  • Straujárn og pappír. Kveikir á straujárninu, setur pappírinn á vaxið og straujar yfir pappírinn.
  • Smjör hníf og heita tusku. Þú skefur af yfirborðinu það mesta af vaxinu með hnífnum og þrífur svo restina af með heitri tusku. Einnig er hægt að nota málingasköfu og kort í staðinn fyrir hníf.

Með von um engin vax óhöpp og kærri kveðju; Ásthildur

SKILDU EFTIR UMSÖGN

ALLAR UMSAGNIR ERU LESNAR ÁÐUR EN ÞÆR ERU BIRTAR